5.4 Laun

Fyrri kafli

Laun voru reiknuð í janúar og þar má sjá hvernig launamaður er stofnaður, launakeyrsla keyrð og skilagreinum skilað - hér er linkurinn á þær leiðbeiningar.

Nýr starfsmaður:

  • Kolbjörn Tryggvason, kt. 271082-3989
  • Hann hóf störf 01.02.2021
  • Bankareikningur hans er 011926528001
  • Hann er með 10,17% orlof sem hann fær greitt inn á orlofsreikning í banka: 011914223344
  • Hann greiðir í Lífeyrissjóð Verslunarmanna(1860) auk 4% í Lsj. Verslunarmanna, séreignasjóð(1861) og fær 2% mótframlag
  • Hann er í stéttarfélagi Verslunarmanna Reykjavíkur (VR)
  • Hann fær greiddar kr. 1.850 á unna klst (Launaliður - Tímalaun)
  • Kolbjörn vann 120 klst. í mánuðinum
  • Til þess að orlof reiknist ofan á laun þarf að bæta við launalið 120 Orlof útreiknað

ATH! Laun Guðmundu haldast óbreytt.

Stofnið nýjann starfsmann, reiknið svo launin (ný launakeyrsla) og bókið skilagreinar eins og var gert í janúar.

Launaseðill Guðmundu lítur eins út og í janúar og launaseðill Kolbjarnar lítur svona út:

Klárið að loka launum með því að fara undir Launabókhald / Uppgjörsvinnslur / Ýmis uppgjör. Staðfesta þarf útborguð laun, senda staðgreiðsluskilagrein, lífeyrissjóðskilagreinar og bóka bókhaldsskilagrein.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina