4.5 Laun

Fyrri kafli

Nú er komið að því að reikna út laun fyrir janúarmánuð og í upphafi þarf að klára ýmsar stýringar og grunnupplýsingar. Launakerfið er samtengt fjárhagsbókhaldi þannig að þegar búið er að reikna laun er hægt að bóka þau sjálfkrafa í fjárhag. Launaútreikningur er frekar flókinn og það þar að vanda vel til verka. Skrá rétt laun, rétt stéttarfélag og lífeyrissjóð og í raunheimum þarf að skila skilagreinum vegna launatengra gjalda. 

Við byrjum á að skrá upplýsingar um bankareikning fyrirtækisins og förum yfir hvort búið sé að skrá réttar frádráttarprósentur á stéttarfélag og lífeyrissjóð.

4.5.1 Grunnupplýsingar

Í upphafi skulum við gera tvennt

  • Uppfæra grunnupplýsingar
  • Setja inn gjöldin á stéttarfélagi

Uppfæra grunnupplýsingar:

Byrjum á að skoða grunnupplýsingar og setjum inn upplýsingar um banka o.fl. í efri hluta myndarinnar.

Neðri hlutinn er fastur og kemur með kerfinu og er viðhaldið af Reglu, það þýðir að þótt skattprósentum sé breytt og upphæð persónuafsláttar, þarf notandinn ekki að breyta því í kerfinu hjá sér.

Færið inní þessa mynd hjá ykkur

  • Banki fyrir launagreiðslur = Landsbankinn
  • Bankareikningur launagreiðslna = 010126000001
  • Haka við "Greiða laun og orlof í einni greiðslu ef sami bankareikningur (ein skilagrein)"

Meira þarf ekki að gera á þessari mynd. Munið þó að smella á "Uppfæra" svo upplýsingarnar vistist.

Setja inn gjöldin á stéttarfélagið

Stéttarfélög á Íslandi eru ekki öll eins, frádráttarprósentur fyrir félagsgjöld, sjúkrasjóð og aðra sjóði er mismunandi.

Í þessu verkefni vinnum við með VR og þá þarf að setja inn reglur VR um innheimtu félagsgjalda. Það er gert undir Launabókhald / Viðhald skráa / Stéttarfélög. Smelltu á táknmyndina fremst á línunni Verslunarfélag Reykjavíkur (VR).Þessi mynd opnast núna og það þarf að fara inn í línurnar fyrir hvern sjóð og skrá prósentuna sem gildir fyrir VR. Ef vinna á með önnur stéttarfélög þarf að líta á heimasíður þeirra, þar má nálgast upplýsingar um þeirra innheimtureglur. Í þessu verkefni vinnum við bara með VR.

Með því að smella í línuna opnast skráningarsvæði þar sem þú setur inn %.

Svona lítur þá skráningin út og muna að smella á "Uppfæra" svo upplýsingarnar vistist:

4.5.2 Skráning launþega

Nú þarf að skrá launþega.

Eini starfsmaður fyrirtækisins í janúar er:

  • Guðmunda Guðfinnsdóttir - kt. 030872-3049, framkvæmdastjóri og eigandi
  • Guðmunda hóf störf 01.01.2021
  • Bankareikningur Guðmundu er 0116-26-026333, hún er með 10,17% í orlof sem hún tekur út í fríi
  • Hún greiðir í Lífeyrissjóð Verslunnarmanna, hún greiðir 4% í viðbótarlífeyrissjóð og fær 2% mótframlag og hún er í stéttarfélagi Verslunarmanna Reykjavíkur (VR)
  • Hún er með föst laun sem taka mið af reiknuðu endurgjaldi fyrir eiganda verslunar samkvæmt flokki B9 RSK, mánaðarlaun kr. 612.000

Farðu undir Launabókhald / Viðhald skráa / Launþegar og veldu að "Skrá nýjan launþega". Þá opnast þessi mynd og þú fyllir út valmyndina með upplýsingum hér að ofan. Muna að smella á "Skrá" til að staðfesta.

Þá fáum við lista yfir launþega í kerfinu, hér eru tvær línur. Annarsvegar eigandi kerfisins og stofnandi, í þessu tilviki heitir stofnandinn "Kennslubók 2021 s" og svo sjáum við starfsmanninn okkar, Guðmundu.

Nú þarf að smella á línuna hennar Guðmundu og þá opnast nýr gluggi sem þarf að fylla inn í samkvæmt fyrirmælunum sem gefnar eru hér að ofan.

  1. Sláðu inn dags. er Guðmunda hóf störf
  2. Hakaðu við bæði "Bankareikningur launa & orlofs" og sláðu inn bankareikninginn 
  3. Veldu úr listanum réttan lífeyrissjóð
  4. Veldu úr listanum réttan séreignasjóð
  5. Sláðu inn % fyrir greiðslu og mótframlag í séreignasjóð
  6. Veldu úr listanum rétt stéttarfélag
  7. Smelltu á "Uppfæra" til að vista upplýsingarnar

Þá erum við búin að setja inn "grunnupplýsingar" um hana Guðmundu, en eigum eftir að setja inn launaupplýsingar, það er gert hægra megin í sömu valmyndinni.

Regla velur, í samræmi við þær upplýsingar sem þú settir inn, þá þrjá frádráttarliði sem um ræðir og reikna þarf út þ.e. iðgjöld í lífeyrissjóð, séreignasjóð og félagsgjald.

Við förum í "Velja lið" og veljum launalið nr. 100 og setjum inn launaupphæðina kr. 612.000, með því að smella á auða svæðið fyrir neðan fjárhæð (taxti).

4.5.3 Skráning launa og launakeyrslur

Fyrsta verkefnið hér er að stofna launakeyrslu fyrir janúar. Það er gert undir Launabókhald / Launavinnslur / Launakeyrslur. Þar slærðu inn dagsetningarnar frá 01.01.2021 til 31.01.2021 og smelltu á "Ný launakeyrsla".

Þá fáum við upp þessa mynd:

Ef lagfæra þarf launaskráninguna er keyrslan keyrð aftur með græna hringrásarmerkinu sem er fremst í línunni.

Með því að ýta á myndina af skjalinu næst fremst á línunni birtist launaseðillinn. Hægt er að senda hann í tölvupósti beint til launþega eða prenta hann út.

4.5.4 Bókun launakeyrslna og skilagreinar

Þegar búið er að ganga úr skugga að launakeyrslan sé rétt þarf að senda allar skilagreinar með launatengdum gjöldum og bóka launaupplýsingarnar í fjárhagsbókhald.

Farðu undir Launabókhald / Uppgjörsvinnslur / Ýmis uppgjör.

Fremst í línunni er tannhjól og ef músin er færð yfir það birtist listi yfir þær skilagreinar sem þarf að senda. Þegar búið er að senda bætist textinn "Uppgert" fyrir aftan hverja línu, í þessu tilviki má sjá "Uppgert" á Skatta utan staðgreiðslu og Meðlag. Þetta kemur strax því að það eru engir skattar utan staðgreiðslu eða meðlag í þessari launakeyrslu.

Við þurfum að framkvæma eftirfarandi uppgjör og ágætt að gera það í þessari röð

  • Útborguð laun/orlof
  • Staðgreiðsluskilagrein
  • Lífeyrissjóðskilagrein
  • Bókhaldsskilagrein

Útborguð laun
Hér er hægt að senda launalista í bankann og greiða sjálfkrafa öll laun sem eru í launakeyrslunni. Í okkar dæmi er það bara Guðmunda og ef um væri að ræða alvöru fyrirtæki þyrfti að skrá hér inn aðgangsupplýsingar í bankann og senda. Í okkar dæmi á að smella á "Staðfesta án sendingar".Staðgreiðsla
Til þess að geta sent staðgreiðsluskilagrein þarf að hafa veflykil frá RSK, í okkar dæmi á að smella á "Staðfesta án sendingar".Lífeyrissjóður
Hér þarf að setja inn notendanafn og lykilorð sem við fáum frá lífeyrissjóðnum. Þar sem við erum ekki með raunverulegt dæmi þá sleppum við því en smellum á "Staðfesta án sendingar".Ef við skoðum sundurliðun með því að fara í stækkunarglerið fremst í línunni fáum við nánari sundurliðun á launatengdum gjöldum:Bókhaldsskilagrein
Að lokum þarf að bóka launin í fjárhagsbókhaldið. Smellum á "Bóka skilagrein".

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina