4.6 Skráning færslna - bankafærslur

Fyrri kafli

Í Reglu er hægt að sækja allar færslur á bankareikningum og kortareikningum og mynda sjálfvirkt bókhaldsfærslur inn í fjárhagsbókhald.

Fyrst þurfum við að skilagreina bankareining og það gerum við hér og fyllum hana út eins og sést á myndinni, og staðfestum með "Skrá".

Farðu undir Bókhald / Stjórnun / Skilgreining bankareikninga. Stilltu valmyndina svona og smelltu á "Skrá":Næst förum við í að sækja færslunar af bankareikningnum sem við vorum að skilgreina hér að ofan. Farðu undir Bókhald / Skráning færsla / Sækja færslur í banka. Veldu úr skilgreiningar listanum "Regla" og sláðu inn dags. frá 01.01.2021 og dags. til 31.01.2021 og smelltu á "Sækja færslur".

Næst opnast þessi valmynd og þú þarft að slá inn notendanafn og lykilorð. 
Notendanafnið er: a
Lykilorðið er: a

Eftir að hafa skráð inn upplýsingarnar les kerfið færslurnar frá bankanum og birtir okkur þessa mynd. Í dálkinn "Lykill" þurfa að koma þeir bókhaldslyklar sem eiga við. Í aftasta dálki má sjá færslur sem eiga eftir að fá viðeigandi bókhaldlykil.

Kerfið veit (m.v. færslulykil og færslukóða) að innborgun frá Skór og töskur ehf. á að færast á bókhaldslykil 7600 og setur þann lykil í svæðið. Sama gildir um laun (lykill 9540) og launatengd gjöld (lyklar 9545 og 9566), sem greidd voru 31.01.2021.

Nú þurfum við að skrá sjálf rétta lykla á þær færslur sem kerfið setur ekki lykla á.

Við greiddum reikning, vegna innkaupa frá Alpaland ehf., þann 27.01.2021 og setjum bókhaldslykil 9300 á þá færslu (reikningurinn var lánadrottnafærður við skráningu á innkaupum).

Tveir reikningar (Tölvusalan og Bílaviðgerðir) voru greiddir beint af bankareikningi með debetkorti og þar setjum við neðangreinda lykla, í raunverulegum rekstri þarf að geyma þessa reikninga og merkja með fylgiskjalsnúmeri.

Færið lyklana sem vantar með því að tvísmella á línuna og setja inn réttan lykil.
Smelltu svo á "Senda í dagbók". Við það fáum við upp þessa mynd.

Nú er Regla búin að mynda mótbókun á allar færslurnar þ.m.t. virðisauka.

Allar færslurnar eru með gulri merkingu og við getum staðfest þær allar í einu með því að ýta á hnappinn "Staðfesta"  og þá eru allar færslurnar bókaðar. Einnig má staðfesta hverja línu fyrir sig með því að ýta á gula hnappinn aftast í hverri línu.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina