4.7 Kostnaðarverð seldra vara
Þegar við skráðum innkaupin þá voru þau færð Debit á lykil 2100 (vörukaup með vsk) og Kredit á lykil 9300 (lánadrottinn) og vsk Debit á lykil 9510 (innskattur efra þrep). Þegar við gerum sölureikning færast tekjurnar Kredit á lykil 1200 (sala vöru og þjónustu) og útskatturinn Kredit á lykil 9530 (útskattur efra þrep) og Debit á lykil 7600 (viðskiptakröfur).
Þetta þýðir að öll innkaupin eru færð á rekstrarreikning, hvort sem við höfum selt vörurnar eða ekki og á efnahagsreikningi eru engar birgðir, það gefur ekki rétta niðurstöðu á stöðu fyrirtækisins og þarf að leiðrétta með birgðabreytingarfærslu í mánaðarlok.
Við þurfum að færa birgðabreytingu eða kostnaðarverð seldra vara til að fá rétta niðurstöðu fyrir rekstarreikning í janúar og nú þarf að búa til vinnuskjal í excel sem á að líta svona út:
Fyrirtækið okkar er nýtt og í upphafi árs voru engar birgðir, við getum því strax sett 0 í dálk B3, verðmæti birgða í upphafi mánaðar.
Til að finna vörukaupin í mánuðinum og kostnaðarverð seldra vara þarf að keyra tvær fyrirspurnir, annarsvegar hreyfingarlista á bókhaldslykli 2100 til að sjá vörukaupin og hinsvegar sölufærslur í mánuðinum.
Fyrst finnum við hreyfingar á innkaupum 2100:
Farðu undir Bókhald / Fyrirspurnir / Hreyfingar.
- Sláðu inn dags frá/til 01.01.2021-31.01.2021
- Hakaðu úr "Alla bókhaldslykla" og veldu úr listanum lykil 2100 - Vörukaup, efra þrep
- Hakaðu við fyrirspurn "eftir bókhaldslyklum"
- Hakaðu við "Sýna aðeins samtölur"
- Smelltu á "Keyra fyrirspurn"
Hér má sjá að innkaup mánaðarins voru að verðmæti kr. 7.000.000 og við setum þá tölu í dálk B4 í excel skjalinu.
Næst förum við í fyrirspurnir á sölufærslum til að fá út skýrslu sem sýnir okkur kostnaðarverð seldra vara sem við seldum í janúar.
Farðu undir Sölukerfi / Fyrirspurnir / Sölufærslur.
- Sláðu inn dags frá/til 01.01.2021-31.01.2021
- Veldu úr listanum Fyrirspurn, "Eftir vörum"
- Hakaðu við "Sýna aðeins samtölur"
- Hakaðu við "Sýna kostnaðarverð og framlegð (þar sem það á við)
- Smelltu á "Keyra fyrirspurn"
Samkvæmt þessari skýrslu er kostnaðarverð seldra vara í janúar kr. 1.644.000 og við setjum þá tölu dálk B5 í excel skjalinu.
Í dálk B6 er formúlan B3+B4-B5, hana má afrita út línuna
Í dálk B8 er útreiknuð birgðabreyting, í þessu tilfelli fara birgðirnar úr 0 upp í 5.356.000, formúlan er B6-B3 og hana má afrita út línuna.
Í dálk B11 er formúlan B8 og má afrita út línuna.
Í dálk B12 er formúlan B3-B6 og má afrita út línuna.
Svona lítur þá excel skjalið út:Við þurfum að færa kr. 5.356.000 af rekstarreikningi yfir á efnahagsreikning.
Farðu undir Bókhald / Skráning færsla / Skráning. Svona á skráningin að líta út og munum að smella á "Staðfesta":
Við munum nota þetta excel skjal við hver mánaðarmót.