4.8 Rekstrarniðurstaða tímabilsins - hagnaður eða tap
Það er gott að skoða rekstar- og efnahagsreikning til að sjá hvernig fyrirtækið stendur.
Í Reglu er uppgjörskerfi fyrir rekstar- og efnahagsyfirlit. Við skulum skoða það, bæði samdregið og sundurliðað.
4.8.1 Rekstrarreikningur
Rekstrarreikningur sýnir okkur hvernig reksturinn hefur gengið á tilteknu tímabili, hér skoðum við hvernig gekk í janúar.
Farðu undir Bókhald / Uppgjörsvinnslur / Efnahagur/rekstur.
- Veldu "Rekstarreikningur" úr listanum
- Sláðu inn dags frá 01.01.2021 og dags til 31.01.2021
- Smelltu á "Keyra fyrirspurn"
Við það opnast þessi skýrsla:
Við erum með hagnað í janúar, kr. 661.749.
4.8.2 Efnahagsreikningur
Efnahagsreikningur sýnir eigna og skuldastöðu fyrirtækisins á einum ákveðnum punkti.
Hér skoðum við stöðu eigna og skulda 31.01.2021: