4.4 Fyrirspurnir í Sölukerfi

Fyrri kafli

Í Reglu eru öflugar fyrirspurnir sem gott er að nota til að fylgjast með hvort allt sé í góðu gengi.

Það er ein stýring sem þú þarft að skrá svona í upphafi - þú þarft að gefa sjálfum þér leyfi til að sjá framlegð þegar keyrðar eru fyrirspurnir.
Farðu undir Sölukerfi / Stjórnun / Stýringar og veldu flipann "Annað". Þar hakaru við "Sýna" í línunni "Sýna framlegð".

Farðu síðan í Sölukerfi / Fyrirspurnir / Sölufærslur og veldu 01.01.2021 - 31.01.2021 í dagsetning, hafðu fyrirspurnina eftir reikningum og hakaðu í "Sýna kostnaðarverð og framlegð" og "Sýna aðeins samtölur". Keyrðu svo fyrirspurnina.Þá verður þessi skýrsla til. Við sjáum að fyrirtækið hefur sent reikninga á tvo viðskiptavini á þessu tímabili, samtals sala án vsk er  kr. 3.348.000, kostnaðarverð seldra vara er kr. 1.644.000 og að framlegð þessara reikninga er kr. 1.704.000,-.

Stækkunarglerið lenst til vinstri gefur okkur möguleika á að sjá alla reikninga sem gerðir hafa verið á þennan viðskiptavin og aðgengi að sjálfum reikningnum.

Ef valið um "Sýna aðeins samtölur" er tekið út, kemur listi yfir reikninga, ekki samtals á viðskiptavini.

Efst í hægra horninu er svo möguleiki á að færa þessa skýrslu í Excel, PDF, senda í tölvupósti eða prenta.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina