4.3 Reikningagerð - Vörusala

Fyrri kafli

Nú erum við búin að stofna viðskiptavini, vörunúmer og kaupa inn vörur. Nú er kominn tími til að selja vörurnar okkar og fá tekjur inn.

Fyrir liggja tvær sölur/pantanir. Það þarf að gera reikninga vegna þeirra og senda þá til viðkomandi viðskiptavina.
Dagsetning reikningsins er 10.01.2021, gjalddagi er "5 dagar" eða 15.01.2021 og eindagi er "10 dagar" eða 20.01.2021.

Til að skrá reikning er farið í Sölukerfi / Skráning og viðhald / Reikningar og veldu flipann "Skráning". 

  1. Sláðu inn kennitölu viðskiptamannsins
  2. Sláðu inn dagsetningu - 10.01.2021
  3. Sláðu inn gjalddaga - 15.01.2021 og eindaga - 20.01.2021
  4. Sláðu inn vörulínu
  5. Smelltu á "Skrá vörulínu"
  6. Þegar báðar vörulínur eru komnar undir "Nýjar vörulínur" smelltu þá á "Skrá og senda reikning"

Reikningurinn bókast þá sem skuld á skuldunautinn og sem tekjur á móti. Reikningurinn fer í tölvupóst til viðskiptavinar (Í þessu tilfelli til þín þar sem þú settir tölvupóstfangið þitt á alla viðskiptamenn).

Hægt er að skoða alla senda reikninga undir flipanum "Reikningalisti", með því að fara í "Leita" takkann listast upp allir gerðir reikningar og þar ætti þessi reikningur sem þú varst að gera að sjást. Með því að velja táknmyndina fremst í línunni opnast ýmsir möguleikar með viðkomandi reikning, t.d. er hægt að kreditfæra hann í heild sinni eða afrita hann í nýjann reikning. Táknmynd nr. 2 er "prentsjá" á reikningnum.

Við endurtökum reikningaferlið fyrir Gunnubúð. 
Dagsetning reiknings er 10.01.2021, gjalddagi er "10 dagar" eða 20.01.2021 og eindagi er "líðandi mánuður og 2 dagar" eða 02.02.2021.

Skráning reikningsins lítur þá svona út og smellt er á "Skrá og senda reikning".

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina