4.2 Innkaup

Fyrri kafli

Ef halda á utan um vörubirgðir er mjög mikilvægt að allt sé skráð jafnóðum. Birgðir skráð í innkaup og sala skráð í sölukerfinu. Vel þarf að gæta að réttum gögnum.

Við erum búin að búa til viðskiptavini og vörunúmer, en þar sem við eigum engann lager(núll magn á lager) getum við ekki selt neitt. 

Með skráningu á innkaupareikningum eru slegnar tvær flugur í einu höggi:

  1. Uppfærsla á birgðum í sölukerfi
  2. Fjárhagsfærslur verða til í leiðinni, gjaldfærsla(eignfærsla) og skuldfærsla

Hér ætlum við að skrá tvo innkaupareikninga, annarsvegar innkaup á Alpa skíðaskóm frá Alpalandi og hinsvegar innkaup á Durey og Elite gögnuskóm frá Gönguskóbúðinni.

Þessi reikningur er dagsettur 02.01.2021:

  1. Sláðu inn kennitölu á viðskiptamanninum
  2. Sláðu inn reikningsnúmer #324
  3. Sláðu inn dagsetningu reiknings - 02.01.2021
  4. Sláðu inn samtals upphæð reiknings án vsk
  5. Sláðu inn vsk á reikningi
  6. Sláðu inn samtals magn
  7. Fylltu inn í vörulínurnar eftir töflunni , bókhaldslykill á að vera 2100 (vörukaup, efra þrep)
  8. Smelltu á "Villuleita" - gott er að villuleita áður en maður skráir og bókar
  9. Smelltu á "Skrá birgðir og bóka" til þess að staðfesta innkaupaskráninguna

ATH! Ef þessi villa kemur upp: Vara er ekki merkt þannig að hún sé í birgðarbókhaldi og vörulína mun því ekki uppfæra birgðir. Hægt er að merkja vöru í birgðum með því að smella á táknið.
Þá hefur gleymst að merkja vöruna í birgðir þegar vara var stofnuð og þá þarf að smella á táknið sem er lengst til vinstri í línunni og þá skráist varan í birgðir.

Bókun í fjárhagskerfi: 
Skráning á innkaupareikningum uppfærist ekki sjálfkrafa heldur verða til dagbókarfærslur sem þarf að staðfesta. Þá þarf að fara í Bókhald / Skráning færsla / Skráning og leita að ófrágengnum færslum á viðkomandi tímabili, og staðfesta til að þær bókist í fjárhagskerfi.

  1. Sláðu inn dags. frá 01.01.2021 og dags. til 31.12.2021
  2. Passaðu að hakað sé við "Ófrágengið"
  3. Passaðu að Fskj.fl sé "81-Innkaupaskráning"
  4. Ef allt er rétt smelltu þá á "Staðfesta" - þá eru færslurnar staðfestar og bókaðar

Nú væri gott að kíkja á birgðalistann. Þú finnur hann undir Sölukerfi / Fyrirspurnir / Birgðalisti. Hann ætti þá að líta svona út:

Nú þarf að gera alveg eins fyrir innkaupareikninginn frá Gönguskóbúðinni. Það þarf að skrá hann í innkaup, skrá í birgðir og bóka, staðfesta fjárhagsfærslurnar og skoða birgðalistann.

Þessi reikningur er dagsettur 02.01.2021:

Svona lítur innkaupaskráningin út:

Muna að bóka dagbókina og birgðalistinn lítur þá svona út:

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina