4.1 Stofna/skrá vöru

Fyrri kafli

Nú þarf að stofna vörurnar sem á að selja.

Stofna þarf eftirfarandi vörur:

Til þess að stofna/skrá vörur veldur þú Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur
Fylgdu skrefunum hér að neðan og notaðu töfluna að ofan til að klára skráninguna.

  1. Smelltu á "Stofna" - þá opnast gluggi þar sem fylla þarf í stjörnumerkta(*) reiti
  2. Sláðu inn vörunúmer
  3. Sláðu inn vöruheiti
  4. Veldu VSK úr flettiglugganum - Skór eru í hærra vsk stigi (24%) og því er valið "Sala efra þrep vsk"
  5. Sláðu inn verð án vsk (verð með vsk reiknast sjálfkrafa út frá verð án vsk)
  6. Sláðu inn kostnaðarverð
  7. Hakaðu í "Er vara í birgðabókhaldi" - mjög mikilvægt að haka við hér
  8. Smelltu á "Skrá" til að varan skráist

Þegar búið er að stofna eitt vörunúmer er hægt að afrita það með tákninu fremst á vörulínunni.

Að lokum er gott að fá lista yfir vörunúmerin sem búið er að skrá til að sjá hvort eitthvað hafi gleymst eða verið rangt skráð. Hafðu leitarsvæðið autt og smelltu á "Leita" - þá birtast öll vörunúmer sem búið er að skrá.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina