4.0 Stofna/skrá viðskiptavini (Skuldunauta & Lánadrottna)

Fyrri kafli

Nú er fyrirtækið alveg glænýtt í Reglu og þá þarf að skrá inn upplýsingar áður en byrjað er að bóka. Þær upplýsingar sem þarf að skrá eru t.d. viðskiptavinir og vörur sem á að selja.
Mikilvægt er að lesa allar leiðbeiningar vel, lesa skilaboð sem koma á skjáinn og ef upp koma einhver vandræði er góð hugmynd að kíkja á Hjálpina.

Viðskiptavinir eru samheiti yfir Skuldunauta (þeir sem skulda fyrirtækinu okkar) og Lánadrottna (þeir sem fyrirtækið okkar skuldar). Sami viðskiptavinurinn getur verið Skuldunautur og Lánadrottinn.

Regla notar bókhaldslyklana 7600 (Viðskiptakröfur - skuldunautar), 9300 (Lánadrottnar - innlendir) og 9400 (Lánadrottnar - erlendir) til að halda stöðu skuldunauta og lánadrottna aðgreint. Krafist er innsláttar á kennitölu í skráningarform í færsluskráningu þegar þessir bókhaldslyklar eru notaðir.

Við byrjum á að stofna tvo skuldunauta og tvo lánadrottna:

Skuldunautar
Skór og töskur ehf. - kt. 995525-2209
Gunnubúð ehf. - kt. 996636-2309

Lánadrottnar
Gönguskóbúðin ehf. - kt. 996325-2109
Alpaland ehf. - kt. 992102-9001

Til þess að stofna nýja viðskiptavini þarf að velja Sölukerfi / Skráning og viðhald / Viðskiptavinir.

  1. Smelltu á "Stofna" - þá opnast gluggi þar sem fylla þarf í stjörnumerkta(*) reiti.
  2. Sláðu inn kennitölu á fyrirtækinu
  3. Sláðu inn nafn á fyrirtækinu
  4. Hakaðu við "Reikningur í tölvupósti" og skráðu tölvupóstfangið þitt - þá koma allir reikningar í tölvupósti til þín og þú getur skoðað þá
  5. Smelltu á "Skrá" til að skráningin vistist.

Kláraðu að skrá hina viðskiptavinina og þegar búið er að skrá þá alla er gott að smella á "Leita" (hafa leitarsvæði autt) og sjá hvort þeir séu ekki allir skráðir:

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina