5.5 Kostnaðarverð seldra vara

Fyrri kafli

Þetta var gert í janúar - hér er linkurinn á þær leiðbeiningar.

Takið eftirfarandi tvær fyrirspurnir eins og skýrt var í janúar. Setjið niðurstöðurnar í excel skjalið. Munið að setja réttar dagsetningar í báðar fyrirspurnir: dags. frá 01.02.2021 og dags. til 28.02.2021.

Fyrst þarf að skoða hreyfingar á bókhaldslykli 2100 til að finna hve mikið var keypt inn af vörum í febrúar, sú upphæð fer í dálk C4 í skjalinu.

Síðan finnum við kostnaðarverðmæti seldra vara í febrúar, sú upphæð fer í dálk C5.

Eins og má sjá á skjalinu hefur verðmæti birgða aukist um kr. 4.620.000 í febrúar. Við höfum keypt miklu meira inn af vörum en við höfum selt.
Þetta færum við eins og við gerðum í janúar.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina