5.3 Bakfærslureikningur / kreditfærsla - nýr reikningur

Fyrri kafli

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skór-Skór-Skór ehf. hafði samband og taldi sig hafa samið um 10% afslátt af öllum vörum en ekki bara vöru nr. 1008. Eftir skoðun og samtöl varð niðurstaðan að afslátturinn yrði á tveimur vörunúmerum þ.e. 1008 og 1005. Jafnframt var samið um að fyrirtækið keypti 60 einingar af vöru 1008 í stað 50. Því þarf að bakfæra reikning nr. 4 og gera nýjan reikning m.v. breyttar forsendur.

Svona leit reikningur nr. 4 út:

Við framkvæmum bakfærsluna með því að fara í reikningalista, finna reikning nr. 4 og velja táknmyndina sem er fremst á línunni.Þá komum við að þessari valmynd og hér smellum við á "Kreditfæra". Við það myndast kreditreikningur.Þá fáum við upp þessa mynd og við breytum dagsetningunni í 06.02.2021 og smellum á "Gera reikning". Einnig er hægt að skrifa skýringu á því afhverju verið er að gera kreditreikning.

Förum aftur í "Reikningalisti" og veljum "Leita". Þá fáum við þessa mynd upp og við sjáum að kreditreikningurinn er tilbúinn og fær reikningsnr. 5.

Þá þurfum við að gera nýjann reikning m.v. breyttar forsendur.
Smellum aftur á táknmyndina fremst í línunni á reikning nr. 4. Þar veljum við "Afrita í reikning" og pössum að dagsetningin sé rétt, 06.02.2021.

Þá fáum við upp skráningarformið með þeim gildum inni sem eru á reikningi nr. 4.

Við breytum þeim línum sem þarf að breyta með því að tvísmella á viðkomandi línur og setjum inn réttan afslátt og magn. Passa að laga þarf gjalddaga og eindaga á nýja reikningnum. Smellum svo á "Skrá og senda reikning".

Reikningurinn lítur þá svona út og bókhald og birgðir hafa uppfærst:

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina