3.3 Skráning Efnahagsreiknings

Fyrri kafli

Nú er komið að því að skrá stöðungar á efnahagsreikningi í lok 2020. Það er gert með venjulegri færsluskráningu

Myndin sem hér kemur upp er tvískipt.

  • Færsluskráning: Þar sem færslurnar eru skráðar
  • Dagbók: Þar sem skráðar færslur listast upp og þar er hægt að velja dagsetningu færslunar sem birta skal, hvort hún sé ófrágengin, í hvaða fylgiskjalaflokki (sjá hjálpina um fylgiskjalaflokka) og hvaða fylgiskjal. Með því að hafa þetta stillt á allt árið 2020 birtast færslunar í glugganum fyrir neðan. Ef hakað er við "Ófrágengið" birtast bara færslur sem á eftir að samþykkja.

Nú er lag að byrja að skrá í efri hluta myndarinnar (færsluskráning) og þegar búið er að skrá allar línur lítur myndin svona út og það eina sem á eftir að gera er að staðfesta færslurnar. TAB lykillinn færir bendilinn á milli dálka og píla niður afritar það sem er í línunni fyrir ofan.

Ef gerð eru mistök í skráningu er alltaf hægt að velja línurnar með músinni og lagfæra það sem þarf, eins er hægt að eyða línu með rauða merkinu sem er aftast í línunni.

Þegar búið er að staðgesta færslurnar lítur þetta út eins og á myndinni hér að neðan.

Það er góð regla að loka árum/mánuðum sem ekki á að færa á aftur, svo ekki verði mistök í bókun. Þegar búið er að skila framtali ársreikningi er ekki reiknað með að fært sé aftur á uppgert ár. Það er hægt að opna/loka öllum mánuðum í einum smelli eða bara einum í einu. Þetta er oft gert þegar búið er að stemma allt af á ákveðnu tímabili, er því lokað til að koma í veg fyrir mistök. Ef nauðsyn krefur er alltaf hægt að opna þetta aftur.

Til þess að opna/loka tímabilum er farið undir Bókhald / Stjórnun / Opna/loka tímabilum

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina