3.2 Uppgjörslykill

Fyrri kafli

Í Reglu er uppgjörskerfi fyrir rekstrar- og efnahagsyfirlit. Það er til að hægt sé að flokka saman upplýsingar og birta samandregnar tölur í uppgjörum. Þá er mörgum bókhaldslyklum steypt saman í einn uppgjörslykil. Allir bókhaldslyklar sem notaðir eru fyrir launaútreikning eru t.d. settir saman í einn uppgjörslykil sem getur heitið "Laun og launatengd gjöld".

Í upphafi eru allir bókhaldslyklar Reglu tengdir ákveðnum uppgjörslykli. Nýju lyklana sem þú varst að stofna þarf aftur á móti að tengja í réttan uppgjörslykil.
Svona gerir þú það:

Farið er í Bókhald / Viðhald skráa / Efnahagur/rekstur.
Hér þarf að muna að velja "Efnahagsreikning", fara í línuna sem heitir "Varanlegir rekstrarfjármunir" og smella á táknmyndina fremst í línunni.

Þá birtist myndin hér að neðan:

Hér þarf að velja 7110 og smella á "Velja", þá færist lykillinn til hægri og er nú orðinn hluti af flokkum / uppgjörslykli sem heitir "Varanlegir rekstrarfjármunir".
Síðan er 7301 valinn og þá færist hann líka til hægri og þá er búið að tengja báða nýju bókhaldslyklana.

Þá lítur myndin út svona og það þarf að muna að smella á "Staðfesta" til að staðfesta þessar breytingar.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina