3.1 Bókhaldslykill

Fyrri kafli

Staðlaður bókhaldslykill fylgir Reglu. Byrjum á því að skoða hann, þá er farið í Bókhald / Viðhald skráa / Bókhaldslykill.

Fjögurra stafa lykill sem dugar flestum en hægt er að breyta og/eða bæta við að vild.

3.1.1 Bæta við bókhaldslykli

Við þurfum fyrst að stofna tvo bókhaldslykla sem ekki eru í Reglu fyrir, þetta eru lyklarnir 7110 og 7301. Gott er að finna lykil sem er sambærilegur og afrita hann.

Byrjum á að stofna lykil fyrir fasteigninga 7110.
Veljum lykil 7100 Fasteignir og smellum á "Afrita"

Í næstu mynd þarf að skrá inn nýtt númer í "Lykill" - 7110 og nýtt nafn í "Nafn lykils" - Háabraut 200 og smella svo á "Skrá"

Þá erum við búin að stofna lykil 7110 sem lítur þá sömu reglum og fyrirmyndin (7100).

Gerið nákvæmlega eins fyrir bifreiðina, finnið lykil 7300 og afritið hann til að stofna lykil 7301 fyrir "Bifreið TJ-917" sem er í stofnefnahagsreikningnum.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina