6.5 Skráning og bókun færslna

Fyrri kafli

Nú þarf að sækja færslur í banka frá marsmánuði. Hér eru leiðbeiningar um það.

Það eru nokkrar færslur sem þarf að skrá.

Færið inn lykla þar sem þá vantar:Sendið upplýsingarnar í dagbók og uppfærið bókhaldið með því að "Staðfesta".

6.5.1 Handfærðar færslur
Stundum þarf að handskrá reikninga.

Handfærð skráning:

Fasteignin að Háubraut 200 hefur ekki fengið viðhald í nokkuð langan tíma. Guðmunda gerði samning við þrjú fyrirtæki um að gera lagfæringar. Hún samdi einnig við að fá að greiða kostnaðinn 30 dögum eftir að viðhaldinu lauk. Þar sem þessi kaup eru ekki vörur sem eru skráðar í gegnum innkaupakerfið þarf að færa þessa reikninga í dagbók og lánadrottnafæra.

Hér er um verulegan kostnað að ræða og er hærri en kr. 250.000. Kostnaðurinn er því bókaður á eignalykil sem tilheyrir fasteigninni Háabraut 200. VSK af kostnaði við kaup og viðhald á fasteignum er ekki heimilt að nýta skv. lögum um VSK.

Byrjið á að stofna þessa aðila sem viðskiptamenn:
Píparinn ehf. - kt. 997677-6541
Smiðurinn ehf. - kt. 998677-6532
Málarinn ehf. - kt. 998677-6521

Þá ætti viðskiptamannalistinn að líta svona út hjá þér:

Farðu svo í skráningu í dagbók (Bókhald / Skráning færsla / Skráning) og skráðu reikningana og mundu að smella á "Staðfesta".

Reikningarnir eru allir dags. 20.03.2021.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina