1.0 Hvað er Regla?

Regla er stærsta íslenska bókhalds- og viðskiptakerfið í skýinu. Regla er aðgengileg hvar og hvenær sem er. Öryggi, sjálfvirkni og gott aðgengi eru lykilatriði. Regla sparar umtalsverða vinnu við bókhald hjá á þriðja þúsund fyrirtækja.

  • Kerfið er boðið sem hugbúnaðarþjónusta í áskrift – skýjalausn. Aðgengileg á netinu, hvar og hvenær sem er.
  • Þú einfaldlega opnar vafrann, skráir þig inná regla.is og byrjar að nota kerfið, laus við vinnu og kostnað sem fylgir því að setja upp, innleiða, reka og viðhalda hefðbundnu viðskiptakerfi.
  • Öll kerfin eru samtengd sem ein heild en virka einnig sjálfstætt og er því hægt að kaupa aðgang að og nota stök kerfi eða allan pakkann.
  • Allar aðgerðir eru skráðar og rekjanlegar. Öflugar aðgangsstýringarr. Vinnur jafnt á PC pg Apple tölvum.
  • Vinnur á íslensku, ensku, kínversku, færeysku, dönsku, norsku, pólsku, spænsku, rússnesku, þýsku og rúmensku.
  • Allar fyrirspurnir og skýrslur er unnt að prenta, færa yfir í Excel, PDF eða tölvupóst.
  • Hagkvæm lausn í áskrift án stofnfjárfestingar, einungis mánaðarleg áskriftargjöld.
  • Kerfið leyfir marga samtíma notendur án gjalds.
  • Þú getur einbeitt þér að rekstrinum frekar en afritatöku og öðrum rekstri tölvukerfis. Kerfið er varið með SSL öryggi og öll samskipta er dulkóðuð. Kerfið er hýst í ISO 27001 vottuðu umhverfi.

Fjárhagsbókhald
Alhliða bókhaldskerfi með aukinni sjálfvirkni

  • Les inn færslur beint frá banka og gerir bókunartillögur á rétta bókhaldslykla.
  • Móttaka rafræna reikninga (xml).
  • Sækir færslur úr banka.
  • Bókhaldslykill fylgir sem hægt er að aðlaga að eigin þörfum.
  • Rafrænt VSK uppgjör til RSK.
  • Fjöldi fyrirspurnarmöguleika í gögn og hægt er að fletta upp færslum sem liggja á bak við reikninga.
  • Innbyggt mælaborð.
  • Hægt er að skanna inn fylgiskjöl og tengja við færslur eða tímabil í bókhaldi.
  • Hægt að skrifa út rekstrar- og efnahagsreikninga beint, samandregna eða sundurliðaða.
  • Kerfið dregur saman upphæðir á uppgjörslykla RSK sem lesa má beint inn í skattframtal.

Sölu- og birgðakerfi
Auðveld og hagkvæm leið til birgðastýringar og reikningagerðar.

  • Auðvelt að útbúa reikning og kröfu í banka.
  • Reikningar prentast í einriti á venjulegan pappír eða PDF skjal í tölvupósti samkvæmt heimild RSK.
  • Rafrænir reikningar (xml) einnig í boði.
  • Fjárhagsbókhald uppfærist jafnóðum.
  • Fljótlegt að stofna og fletta upp viðskiptavinum og vörum eftir númeri eða nafni.
  • Vörur og vöruflokkar, innkaup og birgðir.
  • Öflug sölugreining og mælaborð.
  • Hægt að gera sölureikning, skrá tíma og skanna fylgiskjöl í síma.

Launakerfi
Fyrir einyrkja jafnt sem stærri fyrirtæki

  • Öflugt en einfalt launakerfi sem svarar vel þörfum íslenskra fyrirtækja.
  • Sendir niðurstöður í fjárhagsbókhald og rafrænar færslur í banka, skatt og lífeyrissjóði o.fl.
  • Launamiðar til skatts.
  • Tungumál á launaseðli stillanlegt eftir launþegum.
  • Tengingar við tímaskráningu.
  • Öflugar fyrirspurnir og mælaborð.

Verkbókhald
Skilvirk leið til að halda utan um verk, vörur og vinnu tengda þeim.

  • Auðvelt að skrá tíma á viðskiptavini og verk.
  • Hentar vel þar sem fleiri vinna saman að verkefnum sem krefjast utanumhalds.
  • Beintengt reikningagerð til að auðvelda útskuldun.
  • Stimpilklukka.
  • Tímaskráning nýtist í launaútreikning.

Afgreiðslukerfi – Regla POS
Einfalt og öflugt verslunarkerfi

  • Tengingar við afgreiðslubúnað: Posi, prentari, skúffa, skanni o.fl.
  • Hnappastýrt með snertiskjá.
  • Fjölbreyttir greiðslumátar.
  • Beintengt við sölu- og birgðakerfi og fjárhagsbókhald uppfærist jafnóðum.

Áskriftarkerfi
Fjöldi reikninga á einu bretti

  • Gefur kost á að setja upp stýringu fyrir endurteknar reikningsútskriftir
  • Gerir ráð fyrir að viðtakandi er ekki endilega sá sami og greiðandi.
  • Möguleiki á mörgum áskriftarflokkum.
  • Áskriftarkeyrsla býr til reikning fyrir hvern áskrifanda, auk þess að búa til bankakröfu og kreditkortafærslu eftir þörfum.

Vefverslun
Beintenging við Reglu

  • Vörur, verð, birgðir, pantanir, viðskiptamenn o.fl.
  • WooCommerce
  • Shopify

Vefþjónustur
Tengdu utanaðkomandi kerfi við Reglu

  • Nokkrir aðilar hafa tengt sín kerfi við Reglu og náð þennig fram enn aukinni sjákfvirkni.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina