5.7 Virðisaukaskattsuppgjör v/jan-feb 2021

Fyrri kafli

Nú er komið að því að gera virðisaukaskattinn upp fyrir tímabilið jan-feb. Farðu undir Bókhald / Uppgjörsvinnslur / VSK uppgjör. Skráðu inn dags. frá 01.01.2021 og dags til. 28.02.2021 og smelltu á "Nýtt uppgjör".

Hér birtast allar upplýsingar sem til þarf til að útbúa skýrslu til RSK.

Sala nemur kr. 8.214.000 og útskattur af henni kr. 1.971.360. Innskattur er kr. 3.484.046 sem reiknast af kostnaðarfærslum að upphæð kr. 14.516.854.
Álagning er kr. -1.512.686 (meiri innskattur en útskattur) og við eigum rétt á endurgreiðslu frá tollstjóra upp á þessa upphæð. Þetta gerist vegna þess að við keyptum töluvert inn á tímabilinu sem við erum ekki búin að selja (sést á stöðu vörubirgða í Efnahagsreikning) og því eigum við inni hjá RSK en skuldum ekki VSK.

Við erum nú tilbúin til að senda RSK skýrsluna. Við notum hnappinn "Staðfesta án sendingar til RSK".
Við það að staðfesta uppgjörið verða til bókhaldsfærslur þar sem stöður á inn- og útskattlyklum (9510-9532) flytjast sjálfvirkt á uppgjörsreikning VSK (9535). Þessar færslur þarf ekki að staðfesta.

Næsti kafli

Skildiru allt í kaflanum? Takk fyrir athugasemdina Það kom upp vandamál við að senda athugasemdina